Skráning í félagið

Að FYRSTU FIMM standa fjölskyldur og fagaðilar með sameiginlegan áhuga á velferð barna. Félagið leggur áherslu á mikilvægi fyrstu fimm áranna í lífi barna því þau leggja grunninn að heilsu og vellíðan ævina á enda. Stefna félagsins er að Ísland verði leiðandi á heimsvísu sem fjölskyldu- og barnvænt samfélag. Við viljum að uppeldiskilyrði barna séu bætt, bæði heima og í leikskólum og stuðla að því að íslensk börn eigi sömu möguleika á að hámarka eiginleika sína og börn í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við.

Félagsgjöld eru engin en með skráningu í félagið leggur þú málstaðnum lið. Auk þess getur þú getur tekið þátt í og haft áhrif á starfsemi FYRSTU FIMM.

Annan laugardag í mánuði eru stefnufundir klukkan 10:00 þar sem farið er yfir framvindu félagsins og áherslur komandi mánaðar. Fjórða mánudag í mánuði er hugarflugsfundur klukkan 20:00 um málefni sem ákveðið verður á laugardagsfundi.

 

Menu