Stjórn FYRSTU FIMM

Anna Mjöll Guðmundsdóttir, forman

Ég hef verið forman Fyrstu fimm síðan í byrjun árs 2022. Ég er gift Bjarka Kaldalóns Friis og saman erum við foreldrar Kötlu Ceciliu 5 ára.

Ég starfa sem aðjúnkt í Land- og Ferðamálafræði við Háskóla Íslands. Síðan dóttir mín fæddist hefur stóra ástríðan í lífinu verið virðingaríkt, meðvitað uppeldi og samfélagslegar aðstæður barna og barnafjölskyldna. Ég legg mikla áherslu á að nýta hvert tækifæri til að vera með fjölskyldunni, hvort sem það er í hæglæti heima, í sundi eða á ferðalögum um landið og heiminn.

Starfið með Fyrstu fimm hefur verið ótrúlega lærdómsríkt og gefandi enda mannbætandi að vinna með fólki með sömu ástríðu fyrir barnvænna samfélagi.

Árni Kristjánsson, varaformaður

Ég er giftur Hörpu Fönn Sigurjónsdóttur og saman eigum við Ylfing 3ja ára og Vordísi sem er 9 mánaða gömul.

Ég er leikstjóri og leiklistarkennari. Ég hef kennt leiklist í ótal skólum og á flestum skólastigum. Við Harpa eru listrænir stjórnendur leikhópsins Lakehouse.

Ég er RIE foreldri og Yoga Nidra kennari og stofnaði síðuna ‘Yoga Nidra heima’ síðasta haust og gerði hugleiðslur fyrir börn og fjölskyldur í aðdraganda jólanna.

Við Harpa verjum öllum frístundum úti í náttúrunni. Við eigum landspildu í Borgarfirðinum þar sem við ræktum grænmeti og erum að byggja upp. Okkar hugmynd um datekvöld er að hlusta á uppeldishlaðvörp og púsla.

Ólafur Grétar Gunnarsson, meðstjórnandi

Ég á dóttur, son og sonarson. Ég lauk undirstöðunámi í sálfræðilegri ráðgjöf í London árið 1999 og hef verið með annan fótinn í endurmenntun tengdri velferð fjölskyldna síðan.

Á námsárum í London kynntist ég starfi framsækins leikskóla og sótti foreldranámskeið fyrir foreldra leikskólabarna. Namskeiðið og leiðbeinendastarfið opnaði augu mín fyrir því að vera vel undir foreldrahlutverkið búinn. Í náminu vaknaði löngun til að geta miðlað fræðslu og reynslu til feðra.

Á námskeiðum sem ég hélt fyrir foreldra leikskólabarna áttaði ég mig á hárri skilnaðatíðni foreldra fyrstu þrjú árin. Það leiddi að sér fræðslu í skólakerfinu um umönnun ungbarna og fræðslu fyrir verðandi foreldra.

Ég sækist eftir að vera með fólki sem vinnur að aukninni velferð barna og er þakkátur fyrir að vera þátttakandi í mikilvægu starfi Fyrstu fimm.

Snæbjörn Þorgeirsson, meðstjórnandi

Ég er 28 ára, 2 barna faðir með eina 7 ára stelpu og einn 4 ára strák.

Ég starfa á stuðlum meðferða heimili fyrir unglinga á vegum barna og fjölskyldustofu, hef unnið víða með ólíkum hópum fólks þar á meðal öldrunargeðdeild, elliheimili, sambýli fyrir einhverfa unglinga,fötæuðum svo eitthvað sé nefnt.
Ég er útskrifaður úr Evolvia sem markþjálfi og er að vinna í að klára ACC vottun, Ráðgjafarskóla íslands í vímuefna og fíkniráðgjöf síðan fór ég í framhaldsnám og kláraði NLP ráðgjafanám, Mímir sem Félagsliði, ásamt því að hafa farið á ótal námskeið tengt því að besta sjálfan sig og aðra, samfélagsmiðla internship hjá swipe, Dale carniege (er pottþétt að gleyma einhverju)
Ég held út podcöstunum Pælingar með Snæa og Pabbapælingar ásamt instagram reikninginum Pabbapælingar.
Ástæðan fyrir því sem ég geri er vegna eigin reynslu að hafa alist upp á visthemili og innan kerfisins fyrstu 8 árin mín og vil gera allt sem ég get til að vera fordæmi fyrir börn,unglinga og foreldra og gera mitt allra besta að hafa áhrif á næstu kynslóð.
Í grunninn er minn drifkraftur að ekkert barn á skilið að upplióöryggi,ofbeldi,höfnun, skömm osfrv.. og þurfa að eyða dýrmætum árum í að byggja sig upp úr aðstæðum sem þau báðu ekki um að fæðast inní, samfélagið okkar getur haft áhrif á næstu kynslóð ef við erum tilbúinn að grípa strax inní þessi fyrstu fimm ár og ég vil breytingar, svo ég vil vera partur af þessari breytingu, ég hef trú á fólki.

Aldís Garðarsdóttir, ritari

Ég heiti Aldís Garðarsdóttir, er gift Oddvari Hauki og saman eigum við 2 ára Adrían Hauk. Áhugi minn á þroska barna og uppeldi kom snemma í ljós en ég hef frá því ég man eftir mér vitað að stefna mín í lífinu yrði tekin á eitthvað tengt börnum og/eða fjölskyldum, enda hef ég í gegnum lífið bæði valið mér atvinnu og menntun á því sviði. Ég er með meistarapróf í uppeldis- og menntunarfræði með áherslu á áhættuhegðun og forvarnir og viðbótardiplómu í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf. Hjartað mitt brennur fyrir því að gera Ísland að fjölskyldumiðuðu landi þar sem velferð barna og foreldra er höfð í forgrunni. Það sem okkur fjölskyldunni finnst skemmtilegast er að verja tíma saman, helst við að ferðast og upplifa heiminn.

Venný Hönnudóttir, meðstjórnandi

Ég heiti Venný Hönnudóttir og á tvö börn. Dóttur sem er að verða þriggja ára og einn son sem er að verða eins árs.

Ég er þroskaþjálfi, stjórnsýslufræðingur og vinn sem sérfræðingur hjá Réttindagæslu fatlaðs fólks.

Mér er mjög umhugað um uppvöxt barna og langar að búa í samfélagi þar börn og foreldrar geta eitt sem mestum tíma saman.

Davíð Eldur Baldursson, gjaldkeri

Ég er tæplega fertugur hamingjusamlega giftur faðir þriggja drengja í Vesturbænum. Að mennt er ég kvikmyndagerðamaður, alþjóðstjórnmálafræðingur og kennari. Ég starfa sem grunnskólakennari á miðstigi, sem ritstjóri veftímarits og á sumrin er ég einnig í garðyrkju.

Áhuga á málefnum foreldra og barna fékk ég bæði í gegnum reynslu mína við það að verða faðir sjálfur í fyrsta, annað og þriðja skiptið og frá því umhverfi sem ég starfa í.

Markmið mitt með stjórnarsetu í Fyrstu fimm er að leggja mitt á vogarskálarnar til þess að frekara tillit verði tekið til ungbarnafjölskyldna og að mikilvægar ákvarðanir séu teknar út frá raunverulegum hagsmunum og þörfum barna.

Menu