Vilt þú vera áhrifavaldur með Fyrstu Fimm?

Foreldrar hafa áhrif

Fyrstu Fimm hefur útbúið stöðluð bréf fyrir einstaklinga sem vilja hafa áhrif á að bæta stöðu íslenskra barna og fjölskyldna. Þú getur sent eftirfarandi bréf á þitt sveitarfélag og á þingmenn þíns kjördæmis.

Vinsamlega sendið b.c. á fyrstufimm@fyrstufimm.is

Þú finnur þingmenn þíns kjördæmis á https://www.althingi.is/thingmenn/

Þú finnur fulltrúa fræðsluráðs eða leikskólaskólanefndar inn á heimasíðu þíns sveitarfélags.

Erindi sem félagar Fyrstu Fimm geta sent formanni fræðsluráðs í sínu sveitafélagi varðandi val um 6. klst. gjaldfrjálsa leikskóladvöl sem hvati til að stytta viðverutíma barna.

Kæri formaður fræðsluráðs

Undirritaður foreldri nafn barns leikskólabarns á nafn leikskóla óska eftir svörum við eftirfarandi spurningum og lýsi hér með ósk minni um 6. klst. gjaldfrjálsa leikskóladvöl í sveitafélaginu. 

  1. Hvar er umræða um 6. klst. gjaldfrjálsa leikskóladvöl stödd í fræðsluráði?
    1. Jákvæð áhrif þess að stytta dvalartíma ungra barna á leikskóla eru augljós.
    1. Gjaldfrjáls 6. klst. leikskóladvöl getur verið mikilvæg leið í að vinna gegn ríkjandi leikskólamenningu á Íslandi þar sem börn eru að meðaltali með lengsta dvalartíma leikskólabarna í Evrópu. Mjög eftirsóknarvert er að nú þegar verið er að innleiða styttingu vinnuviku hjá fullorðnum að leikskólabörn fylgi sömu þróun. 
    1. Foreldrar sem hafa tök á að stytta dvalatíma barna sinna létta álagi af leikskólastarfsfólki og gefa þeim betri forsendur til að sinna börnum með lengri dvalatíma enn betur.
    1. Gjaldfrjáls 6 klst. getur dregið úr streitu í samfélaginu, stuðlað að sterkari tengslum ungra barna við foreldra sína og betri vinnuskilyrðum leikskólastarfsfólks, sem gætu aukið lífsgæði  og sparað fjármuni í mennta- og velferðarkerfinu.
    1. Foreldrar sem vinna hjá fyrirtækjum með framsækna fjölskyldustefnu geta í samvinnu sín á milli deilt umönnunarábyrð jafnt og hagað vinnudegi í samræmi við það.
  2. Hvaða önnur umræða er í fræðsluráði varðandi brúun bils á milli fæðingarorlofs og leikskólavistar?
  3. Hvernig samræmist ráðstöfun fjármuna sveitarfélagsins, bestu mögulegu þekkingu, (e. best practie) samanber Heckman kúrfuna sem sýnir að með því að ráðstafa fjármunum í að styðja við börn á fyrstu æviárunum borgar sig margfalt til lengri tíma litið.

Með ósk um skjót svör!

Nafn:

Staðlað bréf til þingmanna sem félagar Fyrstu Fimm geta sent þingmönnum síns kjördæmis til að hvetja til lengingar fæðingarorlofs og draga þannig úr álagi á ungbarnafjölskyldur.

Háttvirti þingmaður kjördæmis nafn barns, x ára leikskólabarns á nafn leikskóla.

Undirritaður foreldri leitar eftir liðsauka þínum vegna óásættanlegrar stöðu Íslands í alþjóðlegum samanburði sem Salvör Nordal, Umboðsmaður barna benti á, í tengslum við niðurstöður skýrslu UNICEF frá árinu 2020. Þar kom fram að íslensk ungmenni eru í verri stöðu en ungmenni annarra Evrópuþjóða er viðkemur færni í námi og félagslífi eða í 34. sæti af 38. og í 24. sæti af 38. þegar viðkemur andlegri líðan, líkamlegri heilsu og náms- og félagsfærni. Niðurstöðurnar eru sláandi og í þeim felst áfellisdómur yfir stefnumótun íslenskra stjórnavala, þar sem þrátt fyrir ríkisdæmi, virðist ekki hlúð sem skildi að ungviði þjóðarinnar.

Að mati okkar helstu sérfræðinga eru helstu forsendur þess að bæta þessa óásættanlegu stöðu, aukið svigrúm og aðgengi foreldra til tengslamyndunar við börn sín í frumbernsku. Við vitum hvað þarf að gera og nú er komin tími til aðgerða! Þó víða sé pottur brotinn og staða barna á Íslandi sé ekki sem skyldi, eru teikn á lofti um bjartari framtíð.

Við fjölskyldan hvetjum þig, háttvirti þingmaður okkar, að taka undir hugmyndir Barnamálaráðherra, sem hann viðraði í nýlegu viðtali við samfélagsmiðilinn Kviknar, að við nýgerða lengingu fæðingarorlofs í 12 mánuði mætti bæta við 3 mánuðum og draga þannig úr óvissu þar til leikskólavist er tryggð.

Sjá nánar í meðfylgjandi grein á visir.is: Gott atlæti er gjöfum betra.

Með ósk um skjót svör!

Nafn:

Menu