Uppruninn

Stofnun Fyrstu fimm kemur til við undirbúningsvinnu Þorpsins – tengslaseturs sem er úrræði fyrir fjölskyldur með börn fyrstu fimm árin. Þá kom bersýnilega í ljós hjá foreldrum og fagaðilum að samfélagið styður ekki nægilega vel við þarfir fjölskyldna sem vilja forgangsraða tengslum og þannig stuðla að aukinni velferð barna sinna.

Fjölbreyttum hóp einstaklinga úr ólíkum áttum, með sterkar skoðanir á málefninu, fannst þeir ekki hafa vettvang til að láta raddir sínar heyrast og stofnuðu því þetta félag en fyrsti fundurinn var haldinn í byrjun nóvember árið 2020, þar sem grunnurinn að stefnu félagsins var lagður.

Menu