Stefna og markmið 

Stefna og markmið Fyrstu fimm
 • Að gera Ísland að barn og fjölskylduvænna samfélagi
 • Að Ísland verði í fararbroddi þegar kemur að stöðu barna
 • Að innleitt verði meðgönguorlof frá 36 viku meðgöngu
 • Að fæðingarorlof verði lengt til 18 mánaða
 • Að maki/aðstandandi fái umönnunarorlof fyrsta mánuð eftir fæðingu barns
 • Að draga úr álagi á fjölskyldur svo þær geti stutt betur við börn sín á fyrstu og viðkvæmustu árunum. 
 • Að beita okkur fyrir mikilvægi forvarna, hvata, stuðnings og foreldrafræðslu strax frá meðgöngu
 • Að einstaklingar hafi lagalegan rétt til að lækka starfshlutfall og auka sveigjanleika til að sinna umönnun barna sinna til 5 ára aldurs
 • Að taka afstöðu með leikskólasamfélaginu um að skilyrði verði með besta móti í leikskólum landsins fyrir börn og starfsfólk
 • Að leggja áherslu á mikilvægi öruggrar og virðingaríkrar tengslamyndunar á milli barna og umönnunaraðila þeirra
 • Að styðja áköll „Fyrsti 1001 dagurinn“, Barnaheilla, Geðhjálpar, Geðverndar og 70/30 verkefnis WaveTrust í Bretlandi
 • Að auka val fjölskyldna þegar kemur að umönnun barna á fyrstu æviárunum*


Menu